Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[16:07]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er þetta með samfélagsbanka. Það sem gerist með samfélagsbanka er að hagnaðinum er skilað aftur til fólksins og þar með væntanlega til ríkisins í staðinn fyrir að í dag fer hagnaðurinn í raun allur til fjárfesta. Það má ekki einu sinni hækka bankaskattinn, það má aldrei anda á þessa banka. Þeir eiga bara að fá að hirða allt sem þeir vilja og núna er bara verið að veita fjármuni heimilanna til þeirra í bílförmum, svo ekki sé annað sagt, og arðsemiskrafa þeirra er mjög há. Þarna eru peningar, þarna er fé sem ætti miklu frekar að renna til samfélagsins. Þetta þarf ekkert endilega að vera tapað. Það er ekki þannig að þetta sé einhver peningur sem bara gufar upp. Ég hefði haldið að ráðherra ætti aðeins að vita hvað samfélagsbanki er og það er ekki Íbúðalánasjóður.