Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[16:59]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir sína ræðu. Hér í dag er rætt mikið um framkvæmdina, framkvæmdaratriðið og ábyrgð. Mig langar í fyrri atrennu að spyrja hv. þingmann hvert hún telur að hlutverk hæstv. fjármálaráðherra sé við sölu á banka samkvæmt lögunum. Þetta eru þá kannski tvær spurningar.

1. Er hv. þingmaður sammála því að það sé fjármálaráðherra sem ber ábyrgð á því að söluferlið sé í samræmi við þær forsendur og þau skilyrði sem eru lögð til grundvallar í greinargerð ráðherra sem ráðherra leggur fyrir Alþingi?

2. Er hv. þingmaður sammála því að það sé fjármálaráðherra sem ber að hafa eftirlit með öllu söluferlinu og ganga úr skugga um að ferlið hafi verið í samræmi við greinargerðina sem hann lagði fyrir þingið áður en hann tekur ákvörðun um sölu?