Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[17:00]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir andsvarið. Hver er ábyrgð ráðherra? Hún er alla jafna mjög rík en ráðherra felur stofnun, eins og kom fram í ræðu minni, Bankasýslu ríkisins, samkvæmt lögum að annast þetta ferli. Og seinni spurningin, fyrirgefðu? (JPJ: Ber fjármálaráðherra að hafa eftirlit með söluferlinu áður en hann tekur ákvörðun um sölu?) Ég held að það eftirlit sem hann á að hafa hafi verið veitt en með upplýsingar þá kom það fram í skýrslu ríkisendurskoðanda að þær upplýsingar sem voru bornar fyrir ráðuneytið hafi kannski ekki verið nægilegar. En ég held að hann hafi ekki verið með ríka eftirlitsskyldu með Bankasýslunni sem slíkri.