Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[17:03]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég álít svo að hv. þingmaður hafi bara verið að ítreka fyrri spurningu, er það ekki rétt hjá mér? (JPJ: Já.) Ég tel að lögin séu frekar óskýr í þessum efnum. Það má vera að ríkisendurskoðandi — ég er ekki alveg með þennan punkt á hreinu en ég ítreka að ég tel að fjármálaráðherra hafi verið upplýstur um ferlið og hafi ekki svikist undan því eftirliti sem hann átti að hafa. (JPJ: Þú sagðir áðan að hann hefði ekki …) — Já, en hann er með upplýsingar. Það kemur fram í skýrslu hjá ríkisendurskoðanda að hann hafi ekki verið nægilega vel upplýstur en ég tel að hann hafi haft það eftirlit. Ég er ekki með nákvæmt yfirlit yfir það hvaða eftirlit hann hafði. Það kemur ekki heldur fram í skýrslunni.