Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[17:19]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni. Það er fullkomlega eðlilegt að ráðherra viðskipta mæti hingað og í rauninni allir ráðherrar í ráðherranefnd um efnahagsmál. Það var nú einu sinni ráðherranefnd um efnahagsmál sem fékk skýrsluna til umsagnar, fékk að lesa hana og gera athugasemdir við drögin sem voru þarna áður. Það er fullkomlega eðlilegt að ráðherranefndin komi og geri grein fyrir sínum sjónarmiðum um þetta ferli allt því að þetta er nú einu sinni skýrsla Ríkisendurskoðunar, ekki fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra er hérna sem hluti af umræðunni en einnig finnst mér allir aðrir ráðherrar í ráðherranefnd um efnahagsmál vera það. Því kalla ég eftir þessu. Vinsamlega sendið skilaboð þannig að það komi alla vega einn ráðherra hingað frá hverjum stjórnarflokki. Fyrr má nú vera.