Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[18:32]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Mér finnst margt benda til þess að þær upplýsingar sem hæstv. ráðherra fékk frá sinni stofnun hefðu getað verið betri. Ég hélt einmitt að þessi lög væru til þess að ráðherrann fengi upplýsingar frá sinni stofnun og gæfi síðan lokasamþykki eða synjun byggða á þeim gögnum. En að það væri ekki hlutverk ráðherrans að fara yfir hverja einustu vinnslu eða að skoða hvert einasta skref sem hans undirstofnun hefði stigið því að það væri einfaldlega hennar hlutverk að vinna vinnuna sína vel og leggja síðan niðurstöðu sína fyrir ráðherrann til samþykktar. En mér finnst mega draga það í efa hvort þetta voru nægilega (Forseti hringir.) góðar upplýsingar sem ráðherrann fékk og það byggi ég á lestri skýrslu ríkisendurskoðanda.