Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[18:43]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þingmanni fyrir hennar ræðu hér sem mér finnst reyndar ekkert vera mjög afgerandi í þessari stöðu. Maður upplifir að nánast sé búið að múlbinda Vinstri græn í þessari umræðu sem er að mínu mati mjög alvarlegt. Vinstri græn hafa kannski verið sá póll sem hefur tekið á svona hlutum í gegnum tíðina.

Mig langar að hnykkja á því sem hv. þingmaður nefndi hér þegar hún segir að mat hennar sé að þetta hefði ekki tekist að fullu. Hvað á hv. þingmaður við? Dugar það að kynningin hafi ekki verið nógu góð? Málið hefði alveg getað tekist ágætlega þótt kynningin hefði verið léleg. Hvað er það sem ekki tókst að fullu að mati hv. þingmanns?