Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[18:46]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður talar um ýmsar ábendingar í staðinn fyrir ýmsar athugasemdir. Þetta eru ekki bara góðlátlegar ábendingar heldur alvarlegt mál. Við erum að tala um milljarða sölu á eignum almennings þannig að það skiptir máli með hvaða hætti það er gert. Ég minnist þess á sínum tíma, þegar þetta var kynnt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd, að þá var talað um stóra fjárfesta sem ættu að vera þarna inni. Skyndilega var svo farið að tala um dreifða eignaraðild sem var búið að tryggja í frumútboði upp á yfir 20.000 manns. Þá voru rökin allt í einu þessi: Við verðum að hafa dreifða eignaraðild. Síðan er staðan bara sú að ríkisstjórnarflokkarnir eru búnir að koma sér saman um að fórna Bankasýslunni, að þetta sé bara henni að kenna. En hver gefur fyrirmælin? Hver setur umgjörðina fyrir Bankasýsluna? Ekki gerði hún það sjálf.