153. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2022.

frestun á skriflegum svörum.

[11:26]
Horfa

Friðjón R. Friðjónsson (S):

Virðulegi forseti. Í ræðu minni undir störfum þingsins vitnaði ég í ríkisendurskoðanda í viðtali við Morgunblaðið, en það birtist síðastliðinn þriðjudag. Í viðtalinu segir að ríkisendurskoðandi hafi ekki virst vera í miklum vafa um hvað gerst hefði. Að mati hans væri gríðarlega óheppilegt að trúnaður skyldi ekki hafa verið virtur og taldi hann nokkuð öruggt að skýrslunni hefði verið lekið af nefndarmanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Það er það sem ég sagði og vitnaði í orð (AIJ: Gerðir að þínum í lokin. Þetta eru þín orð sem ég las, ekki hans.) (Forseti hringir.)

(Forseti (BÁ): Ekki tveggja manna tal.)

Ég vitnaði í orð ríkisendurskoðanda og endursagði þau síðan aftur (AIJ: Og gerðir að þínum.) (Forseti hringir.) þannig að … (AIJ: Þetta eru þínar dylgjur.)

(Forseti (BÁ): Þingmaðurinn hefur orðið.)

Ekki lengur.

(Forseti (BÁ): Þingmaðurinn getur haldið áfram.)