Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2022.

menningarminjar.

429. mál
[12:59]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Forseti. Ég þakka aftur hv. þingmanni fyrir andsvarið og spurninguna. Varðandi það hvenær hv. þing getur fengið heildarendurskoðun þá liggur alveg fyrir að okkur liggur á í því. Við höfum í rauninni bara árið 1923 því að eftir 1924 — við verðum að vera komin með einhver svör varðandi hvað við gerum þá. Ég skil hv. þingmann þannig að hann telji að í stað þess að við séum með einhverja almenna reglu ættum við að nýta bestu faglegu þekkingu til að afmarka verkefnin eða skoða sérstaklega ákveðna þætti. Mér finnst það hljóma mjög skynsamlega en ég held hins vegar að þetta sé mál sem kalli á djúpa umræðu og það er mjög gott að þetta byrji núna í hv. þingnefnd. Þetta er mál af þeirri stærðargráðu að við þurfum að renna djúpt. Ég skildi það þannig að sveitarfélög þurfi að koma að því og er sammála, það er augljóst. En þetta er byrjun á ákveðinni vegferð.