Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 34. fundur,  21. nóv. 2022.

sjúklingatrygging.

211. mál
[16:08]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Bæði Sjúkratryggingar og sóttvarnalæknir mæla með því að í stað sérlaga með bráðabirgðaákvæði, líkt og um bólusetningu vegna apabólu sem við erum núna að fara að greiða atkvæði um, verði lögunum frekar breytt þannig að þau renni styrkari stoðum undir túlkun Sjúkratrygginga hingað til á lögum um Sjúkratryggingar frá árinu 2000. Minni hluti velferðarnefndar leggur fram breytingartillögu sem tryggir bætur ef fólk verður fyrir sjaldgæfum og alvarlegum aukaverkunum vegna bólusetninga sem heilbrigðisyfirvöld hvetja til. Tillagan er í samræmi við umsögn Sjúkratrygginga og embættis landlæknis. Verði frumvarpið hins vegar samþykkt óbreytt með bráðabirgðaákvæðinu gæti það dregið núverandi túlkun laganna í efa og þannig veikt réttarstöðu fólks sem verður fyrir alvarlegum aukaverkunum vegna annarra bólusetninga sem heilbrigðisyfirvöld hvetja til.