Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 38. fundur,  28. nóv. 2022.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

487. mál
[19:20]
Horfa

Birgir Þórarinsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er alveg rétt hjá hv. þingmanni að við verðum að horfa til annarra möguleika þegar kemur að gervitunglum og þráðlausu sambandi, að það sé nokkurs konar varakerfi í þessu. Þó skilst mér að ef strengirnir færu út þá myndi sá máti ekki anna nema broti af þeirri umferð sem er um þessa strengi daglega. Ég ítreka það sem ég hef sagt hér að við þurfum svo sannarlega að vera vel vakandi yfir þessu. Við sjáum náttúrlega það sem gerist í Eystrasaltinu þegar skemmdarverkin eru unnin á gasvinnslunni, þá er þetta komið nær okkur, þetta er orðið raunverulegra en maður áttaði sig kannski á í upphafi. Þessir hlutir gætu auðvitað raungerst hér og þá er mikilvægt að fyrir liggi áhættugreining og við höfum þá viðbragðsáætlun til að bregðast við ef illa færi.