153. löggjafarþing — 39. fundur,  29. nóv. 2022.

Fangelsismál.

[14:56]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég sagði í ræðu minni, og þetta liggur fyrir og ef dómsmálaráðherra hefur samband við Landsrétt, við héraðsdómstóla landsins, við Hæstarétt Íslands þá munu þeir allir staðfesta það, og þetta veit allt fólk innan kerfisins, að dómarar eru að dæma menn til vægari refsinga vegna þess að málsmeðferðartíminn í kerfinu hefur dregist úr hömlu. Það var það sem ég sagði. Ég sagði aldrei að dómstólar landsins væru að vísa til þess að það væri plássleysi í fangelsum. Ég ætla rétt að vona að hæstv. dómsmálaráðherra hafi heyrt vitlaust. Þetta eru algerlega fráleit ummæli sem hann er að hafa eftir mér og ég óska þess að hann komi hér upp og staðfesti það hvort hann heyrði þetta í reynd og sann eða sé að fara með ósatt mál.