153. löggjafarþing — 39. fundur,  29. nóv. 2022.

Fangelsismál.

[15:01]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Nú missti ég af hluta þeirra orða sem hæstv. dómsmálaráðherra hefur viðhaft hér, sem hafa greinilega og eðlilega farið fyrir brjóstið á fólki, þar sem verið er að leggja fólki orð í munn og fara með rangt mál. Mig langaði hins vegar að benda á að þetta er ekki nýlunda hjá hæstv. dómsmálaráðherra þar sem það virðist vera taktík í öllum málum þar sem fyrirætlanir hans eru gagnrýndar að slá ryki í augu almennings með rangfærslum, útúrsnúningum og öllu því sem í hans valdi stendur. Þess væri óskandi að hæstv. dómsmálaráðherra myndi í fleiri tilvikum koma hingað upp og leiðrétta rangfærslur sínar, biðjast afsökunar á þeim og koma heiðarlega og rétt fram.