153. löggjafarþing — 39. fundur,  29. nóv. 2022.

veiðigjald.

490. mál
[15:36]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er margt sem kitlar, ekki síst í fjármálum ríkisins, ég ætla ekki að neita því en ég verð samt að ítreka það sem ég sagði áðan að það er dálítið snúið að fara inn í þá umræðu þegar verið er að vinna slíka vinnu eins og við erum að gera þannig að ég tel að það hafi ekki verið tímabært. Um leið vil ég segja að ég tel, og hef sagt það, að við eigum að breyta veiðigjöldunum þannig að við fáum meira í kassann. Ég held að það sé almennt samstaða um það að þjóðin eigi að fá meiri arð af auðlindinni heldur en er til staðar í dag. En síðan höfum við mjög mismunandi nálgun á það hvernig það eigi að gerast.