153. löggjafarþing — 40. fundur,  29. nóv. 2022.

fjáraukalög 2022.

409. mál
[22:27]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Samfylkingin styður þessa breytingartillögu og hvetur jafnframt fjárlaganefnd til dáða varðandi framlög til þróunarsamvinnu milli umræðna um fjárlög nú. Við getum einfaldlega ekki sætt okkur við að nauðsynlegur stuðningur við Úkraínu bitni á þróunaraðstoð og fátækustu ríkjum heims eins og stefnir í að óbreyttu. Það væri einfaldlega mjög mikil skömm fyrir Alþingi.