Bráðabirgðaútgáfa.
153. löggjafarþing — 41. fundur,  5. des. 2022.

varamenn taka þingsæti.

[15:01]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hefur bréf frá Steinunni Þóru Árnadóttur, 7. þm. Reyk. n., um að hún verði fjarverandi á næstunni. Í dag tekur því Andrés Skúlason sæti á Alþingi, en hann er 3. varamaður á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í kjördæminu og víkur þá 2. varamaður á lista, René Biasone, af þingi en 1. og 2. varamaður hafa boðað forföll.

Landskjörstjórn hefur gefið út tilkynningu á grundvelli 113. gr. kosningalaga til Andrésar Skúlasonar. Jafnframt hefur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundað til þess að fjalla um kosningu og kjörgengi hans.