153. löggjafarþing — 41. fundur,  5. des. 2022.

hækkun gjalda.

[15:11]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Já, það er gaman að segja frá því að fjármagnstekjuskattur hefur tvisvar verið hækkaður á undanförnum áratug, bæði skiptin í tíð Vinstri grænna í ríkisstjórn, fyrst úr 10% í 20% og svo úr 20% í 22%, sem var á síðasta kjörtímabili. Þá var auðvitað líka tekið upp þrepaskipt skattkerfi á nýjan leik sem einnig er jöfnunartæki. Ég vil minna á það sem hv. þingmaður segir hér um stöðu sjávarútvegsins að það stendur yfir vinna á vegum hæstv. matvælaráðherra um endurskoðun á því kerfi. Ég vona að við getum tekið það til umræðu á næsta þingi. Ég held alveg tvímælalaust að þar séu ákveðin sóknarfæri þegar horft er til þess hve miklum arði útgerðin í landinu skilar. Ég held að sóknarfæri séu til þess að tryggja að stærri hluti af þeim arði skili sér til almennings í landinu. Ég bind miklar vonir við þá vinnu sem hæstv. matvælaráðherra leiðir á þessu kjörtímabili.