Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 41. fundur,  5. des. 2022.

staðfesting rammasamnings um fiskveiðar milli Íslands og Færeyja,.

528. mál
[21:31]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir andsvarið. Það er vissulega mjög fínt að fá þetta samtal og að þessi atriði séu brýnd fyrir mér, en að þetta sé þingsályktunartillaga en ekki lagafrumvarp breytir því þó ekki að sú framkvæmd sem hér um ræðir, eða staðfesting á rammasamningi, hefur alltaf farið fyrir þingið. Við erum hér að ræða um að breyta í grundvallaratriðum framkvæmd sem hefur alltaf farið fyrir þingið. Ég furða mig aðallega á því að það sé verið að breyta þessari framkvæmd. Það er svona meginefnið í minni ræðu. Og fyrst ég er hérna uppi þá vil ég spyrja hæstv. fjármálaráðherra að því hvort það að þessi framkvæmd fari fyrir ráðherra muni auka skilvirkni á samþykki rammasamningsins og hvort þetta verði bót þegar kemur að staðfestingu á þessum rammasamningi.