Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[19:47]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Forseti. Ég hélt að formaður Sjálfstæðismanna væri skreytingarmaður en ekki bakari. Já, þingflokksformaðurinn, þá skil ég þetta betur. Ég get alveg tekið undir með hv. þingmanni hvað þetta eftirlit varðar en það hefur verið í skötulíki á þeim tíma sem ég hef verið í fjárlaganefnd. Eftirlit með framkvæmd fjárlaga hefur ekki verið mikið og þegar allt kemur til alls þá snúast lög um opinber fjármál dálítið um að setja þessi smáatriði í hendur ráðherra. Hann setji fram sín markmið og þau atriði sem hann þarf að passa upp á í stefnu stjórnvalda og hvernig hann ætlar að passa upp á að henni sé framfylgt. Þá er bara einfaldlega að setja mælanleg markmið um það hvernig eigi að viðhalda þessum póstum sem hv. þingmaður hefur áhyggjur af. En vandinn er að bæði markmiðin og mælikvarðarnir og hvernig þau koma fram í ársskýrslum ráðherra eru í rauninni gjörsamlega gagnslaus, hafa ekki virkað. Við höfum ekki einu sinni skoðað ársskýrslur ráðherra (Forseti hringir.) frá því síðast.