Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[19:55]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir ósköp áheyrilega og innihaldsríka ræðu. Hann kom aðeins inn á heilbrigðisstofnanir vítt og breitt um landið og mikilvægi þess að tryggja rekstrargrunn þeirra. Nú sendu heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni fjárlaganefnd hálfgert neyðarkall um að það stefndi í samtals milljarðs halla á rekstri þeirra að frádregnum Covid-kostnaði og kölluðu eftir því að reksturinn yrði styrktur um 1.200 millj. kr. á ári til þess að þær gætu a.m.k. sinnt þeirri lögbundnu þjónustu sem til er ætlast af þeim. Og ég vil spyrja hv. þingmann: Hvernig brást stjórnarmeirihlutinn við þessari umsögn? Hvaða breytingar voru gerðar í þessum efnum á fjárheimildum sem hafa með almenna sjúkrahúsþjónustu að gera?