Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[20:57]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir dásamlegt yfirlæti karlmannsins sem ætlar að kenna mér að gúgla. (EÁ: Ég var að biðja þig um að gúgla, ég var ekki að kenna þér það.) Já, akkúrat, hver staðan er. Það er ekkert séríslenskt við það að fasteignaverð sé að miklu leyti markað af framboði og eftirspurn, þá á ég við sirkabát alls staðar. (Gripið fram í: … á Íslandi.) Já, það er þannig, alls staðar á öllum fasteignamörkuðum eru það lögmálin sem gilda. Auðvitað hefur þetta með framboð og eftirspurn að gera. Eftir stendur að íslenska krónan á mjög stóran hluta í því, ekki ein en mjög stóran hluta, hver vaxtakjörin eru. Það er staðreynd málsins og ég bið hv. þingmann að gúgla.