Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[23:01]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta væri ein leið. Þá væri líka hægt að lengja talsvert 3. umr. um fjárlagafrumvarp hverju sinni en auðveldasta lausnin á þessu er nú samt sú að við fylgjum hér þingskapalögum og því ferli sem gert er ráð fyrir bæði í ákvæðum þingskapa og lögum um opinber fjármál og að Alþingi taki sjálft fullt forræði á fjárlagavinnunni, bæði á forminu og efninu. Ríkisstjórnin byrji á að vinna fjárlög, taki sér sumarið í það eða lengri tíma eftir atvikum, skili vel rökstuddu plaggi sem eitthvert mark er takandi á og umsagnaraðilar geta síðan varið tíma sínum vel í að rýna það.