Bráðabirgðaútgáfa.
153. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:01]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hefur borist bréf frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 526, um áskrift að dagblöðum tímaritum og öðrum miðlum, frá Birni Leví Gunnarssyni.

Einnig hefur borist bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 541, um raforkuöryggi og forgangsröðun raforku til orkuskipta, og þskj. 548, um rafvæðingu skipa og hafna, báðar frá Eydísi Ásbjörnsdóttur.