Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[20:39]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að draga fram hvað það er mikilvægt að ná að selja bankann til að sýna það í samhengi hvað þetta eru miklir fjármunir sem við erum með bundna inni í fjármálastofnun, sem er áhættusamt. En það sem þetta hefur aðallega áhrif á er ekki söluandvirði bankans heldur er það vaxtaprósentan, sá fjármagnskostnaður sem við losnum ekki við með því að greiða upp skuldir, þar er aðalmunurinn og það er sú tala sem við þurfum að fjalla um hér og það minnkar miklu meira það gat sem hv. þingmaður er að tala um.