Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[20:46]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er hægt að gera það með því bara að benda á sterkari grunn, tekjugrunn og annað slíkt og auknar tekjur út af því hvernig við höfum haldið á þessari hagstjórn hingað til. Þannig að það þýðir ekki að tala bara um aðra hliðina, það þarf líka að segja að vegna þess hvernig við höfum haldið á spilunum og hvernig efnahagsstjórnin er, skuldahlutfallið er að lækka og halli ríkissjóðs er mun minni en fjármálaáætlunin og hagspár gerðu ráð fyrir, þá erum við í betri stöðu. Við erum enn þá að ná niður skuldahlutföllum og öðru. Og svo fór ég líka yfir það, öll ræðan mín fór í það, að það skiptir máli hvernig þessar tekjur aukast og að það sé gert á ábyrgan hátt og það er aðhald á ýmsum stöðum í þessu líka. (Forseti hringir.) Þannig að það er margt sem spilar þarna inn í til að gera þetta að ábyrgum fjárlögum.