Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[22:52]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Eyjólfur Ármannsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinna andsvarið og umræðuna, sem er mjög mikilvæg. Þetta ákvæði, 1. mgr. 62. gr., er mikilvægt, þar sem eftirfarandi kemur fram: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.“ Löggjafinn getur ekki breytt því þannig að við þurfum bæði að styðja hana með lögum, eins og lögum um sóknargjöld, og með öðrum lögum og líka að vernda hana, þá gegn árásum annarra væntanlega. Einhvern veginn verður að vernda hana. En það breytir því ekki að í 63. gr. er líka sagt:

„Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.“

Þessu ákvæði, í 62. gr., er ekki beint gegn öðrum trúfélögum. Það er alls ekki þannig. Þetta er bara til að styðja þjóðkirkjuna og vernda. Það er nóg pláss fyrir öll trúfélög í landinu og það er gríðarlega mikilvægt upp á fjölbreytileika íslensks samfélags. Það er það sem við eigum líka að styðja, það á íslenska ríkið að styðja.