Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[23:50]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Nú er klukkan rétt að detta í miðnætti. Það eru nokkrir sem eiga eftir að halda sína fyrstu ræðu og ég veit að tveir þingmenn hafa dregið sig af mælendaskrá, m.a. einn þingmaður fjárlaganefndar sem ekki hefur haldið sína fyrstu ræðu enn þá, væntanlega af því að það eru ýmsar aðstæður sem gera það að verkum að fólk getur ekki endilega verið langt fram eftir kvöldi eða fram yfir miðnætti alla jafna. Þá er ég að velta fyrir mér af hverju verið er að kalla á næstu ræðu svipað og í gær þar sem við hættum einmitt — var miðað við að hætta um miðnætti. Þannig að mig langaði að leita til forseta um af hverju verið sé að kalla á næsta ræðumann núna þannig að við förum fram yfir miðnætti.