Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[23:54]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Nú erum við að skríða í miðnætti og búin að vera í umræðum um fjárlög í allan dag. Þessi umræða er þung og flókin. Það er ekki bara þreytandi að, hvað á að segja, þræða sig í gegnum fjárlagafrumvarpið og mynda sér skoðun á öllu því sem þar er. Að sjálfsögðu erum við búin að reyna að fylgjast með umræðum hérna í dag. Það eru allir orðnir þreyttir. Ég er með pínulítið barn heima hjá mér og tek undir það sem kom fram hérna áðan, þetta eru kannski ekki alveg endilega sérstaklega fjölskylduvæn vinnubrögð að láta okkur vera hérna fram eftir nóttu. Ég er ekki búin að taka til máls í minni fyrstu ræðu, við höfum langan ræðutíma í þessu máli og ég biðla til forseta að leyfa okkur að fara heim að sofa, hvíla okkur eftir þessa umræðu og mæta hér fersk til að halda henni áfram á morgun. Við höfum nægan tíma og það er ekkert stress.