Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[00:02]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla bara að fá að taka undir sjónarmið sem hefur verið komið á framfæri af hv. þm. Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur. Ég held að allir þingmenn sem hér sitja eigi börn og sumir að fara að eiga börn þannig að það þarf að gera þetta að fjölskylduvænum vinnustað. Ég á tvo ketti.

Virðulegi forseti. Ég legg til að við frestum þingfundi, það eru allir komnir í galsa hérna. Mig langar að vera í góðu ástandi þegar ég tala um ríkisfjármálin, hæstv. forseti.