Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[00:45]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég verð bara að taka undir það sem fram hefur komið, það fer ekki vel á því að vera að teygja þessa umræðu langt fram eftir kvöldi og fram eftir nóttu. Það er ekkert skrýtið að fólk hafi ýmislegt að segja í 2. umr. um fjárlög, sérstaklega í ljósi þess hvernig verklagið hefur verið í fjárlagavinnunni, í ljósi þess að í rauninni snerist öll 1. umr. fjárlaga um einhvers konar bráðabirgðaplagg sem reyndist svo ekkert marka. Þá er ekkert óeðlilegt að 2. umr. um fjárlögin teygist svolítið, en það fer ekki vel á því að vera að gera það hérna fram eftir nóttu þegar það eru nefndarfundir í fyrramálið. Mikið er ég feginn að vera búinn að flytja mína ræðu. Ég eiginlega dauðvorkenni fólki að vera hérna á mælendaskrá og finnst það ekkert skrýtið að fólk sé að taka sig af mælendaskrá, jafnvel nefndarmenn í fjárlaganefnd, ef það er rétt skilið hjá mér, sem hafa ekki enn þá flutt sína fyrstu ræðu. Mér finnst ekki góður bragur á þessu og ég tek undir þetta ákall um að þessari umræðu verði frestað til morguns.