Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[01:39]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil minna á að greidd voru atkvæði um lengdan þingfund hér í þingsal fyrir u.þ.b. 12 tímum. Meiri hluti þingsins eru stjórnarliðar í Framsóknarflokknum, Sjálfstæðisflokknum, Vinstri grænum, og fyrst við neyðumst til þess að vera hér fram á nótt. Af því að forseti er ekki búinn að virða okkur viðlits, forseti er ekki búinn að segja okkur hvað við ætlum að vera lengi vænti ég þess að stjórnarliðar sýni okkur þá virðingu að taka þátt í þessari umræðu með okkur og fara í andsvör við okkur þannig að við fáum að taka jafn mikinn þátt í umræðu um fjárlög og þeir sem fengu að tala hér fyrr í dag.