Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[01:42]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil líka gera að umtalsefni mínu það sem var sagt hér áðan, að það stæði til að klára mælendaskrá, klára þessa umræðu í kvöld. Ég vil bara vekja athygli á því að það er ekki hægt vegna þess að fólk hefur þurft að taka sig af mælendaskrá til að fara heim og hvíla sig. Með því að láta umræðuna klárast hérna um hánótt er ekki verið að klára raunverulega mælendaskrá, þá mælendaskrá sem ætti að vera hérna með réttu ef fólk fengi að tala í dagsbirtu og ef þessi umræða væri tekin alvarlega og það sem fólk hefur um málið að segja.