Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[03:41]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er sannarlega margt sem á eftir að ræða. Ég fékk, eins og ég sagði áðan, loksins tækifæri til að flytja mína fyrstu ræðu í þessu máli, var ekki búin að því. Fékk að gera það klukkan hálfþrjú í nótt. Ég er orðin þreytt, ég ætla bara að játa það. Kollegar mínir hér eru hressir og sprækir. Ég er orðin mjög þreytt og ég er rétt að byrja með mína ræðu og þessa umræðu. Þetta eru mikilvægustu lögin sem við ræðum á hverju þingi og ég biðla til forseta um að sýna þessu máli og okkur og þinginu þá virðingu að gefa okkur tækifæri til að klára þessa umræðu úthvíld og í góðri birtu.