Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[04:35]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Klukkan er hálffimm og við erum ekki komin neitt sérstaklega langt í umræðunni. Það er heilmikið eftir. Ég vil bara ítreka þá beiðni sem hefur komið fram hérna ítrekað um að við fáum að halda þessari umræðu áfram á morgun. Það er sanngjörn og eðlileg krafa fyrir jafn stórt og mikilvægt mál og fjárlögin eru. Umræðan hefur ekki farið neitt fram úr hófi, hún hefur ekki gert það. Hún hefur ekki farið fram nema í tvo daga og það er nú bara mjög vel sloppið miðað við 2. umr. um fjárlög, stærsta mál sem við afgreiðum á hverju þingi. Þannig að ég biðla eina ferðina enn til forseta og krafan er ekki eðlileg. (Gripið fram í.)Ég er orðin svo þreytt, krafan er ekki óeðlileg. Krafan um að við getum fengið að halda áfram á morgun er eðlileg. Klukkan er hálffimm um nótt.