Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[04:41]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Mig grunar hvernig forseta líður að einhverju leyti, að þetta sé rosalega ómálefnalegt og eitthvað svoleiðis en ómálefnalegheitin byrja á því að hafa þingfund að nóttu til. Það er grunnurinn að þessu. Höfum þingfund um nótt, bara af því bara. Ég er í því stuði að vera ekki í svoleiðis meðvirkni þannig að ég gríp tækifærið í rauninni til að segja allt sem segja þarf um þessi fjárlög. Yfirleitt fær maður miklu minni tíma og þarf að takmarka sig og vera miklu skorinorðari. Núna hef ég tíma til að tala um allt sem ég hef rekist á í fjárlagavinnunni á undanförnum sex, sjö árum, þannig að þetta er bara kærkomið tækifæri upp á það að gera. En samt er það mjög undarlegt að vera með næturfund við þetta tilefni. Ég er í mótþróa við svoleiðis fundarstjórn.