Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[04:43]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég held að þetta sé í tíunda, ellefta eða tólfta skiptið í kvöld sem ég mæti hér upp til að tala um fundarstjórn forseta. Mig langar að nota tækifærið og skora á þá þingflokksformenn sem enn eru hér í húsi og forseta að koma og ræða við okkur, þó ekki sé nema bara í hliðarsölum til að byrja með, um það hvernig er málefnalegt og virðingarvert að halda þessari umræðu áfram. Okkur er sýnd vanvirðing með því að vera sett á dagskrá um miðja nótt. Okkur er sýnd vanvirðing með því að forseti lætur ekki einu sinni sjá sig. Okkur er sýnd vanvirðing með því að stjórnarliðar láti ekki einu sinni sjá sig. Svona vanvirðing á ekki að vera innan þessara veggja, á Alþingi Íslendinga, heldur eiga að vera málefnalegar umræður. Við erum með málefnalegar umræður en það er greinilegt að stjórnarandstaðan, nei, stjórnin, stjórnarflokkarnir þora ekki að vera í málefnalegri umræðu. (Forseti hringir.) Og já, ég mun þurfa að endurtaka það sem ég segi, vegna þess að ég mismæli mig greinilega svolítið oft klukkan korter í fimm að nóttu.