153. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[14:58]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Eins og ég sagði í ræðu minni hér áðan þá er eins og það sé búið að ákveða að taka bara þennan hóp og setja hann til hliðar og halda honum í gildru. Það verður einhvern veginn að leysa þá gildru og það þarf að gera það strax. Mér finnst að ríkisstjórnin og hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra þurfi bara að gera betur en að segjast ætla að koma með tillögu 2024. Það er bara allt of langur tími og fólk er í sárri neyð. Eins og við hv. þingmaður höfum heyrt í velferðarnefnd þá er of stór hópur lamaður af framfærslukvíða. Við þurfum að kippa þessu í liðinn en samt sem áður er mikilvægt að bæta aðstæður leigjenda, það þarf að efla vaxtabótakerfið í ástandinu eins og það er og við þurfum að gera betur í barnabótakerfinu.