153. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[16:28]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir skemmtilegt andsvar. Ég er algerlega sammála því, við þurfum að hafa útibú frá Seðlabankanum þarna. Mér skilst nú að það sé búið að bjóða seðlabankastjóra ferð þarna út til að prófa þetta. Fyrir mér skiptir mestu máli þessi þjónusta við fólk í neyð. Gallinn er sá, af því að við erum ekki með sendiráð á Spáni eða einhverja fulltrúa á Kanarí, hvort sem það er seðlabankastjóri eða einhver annar, að ef við erum ekki með einhverja á svæðinu þá erum við svo miklu seinni til að bregðast við. Þetta lærðu Svíar t.d. mjög vel þegar flóðbylgjan lenti á Taílandi á annan í jólum 2004.