Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 46. fundur,  10. des. 2022.

um fundarstjórn.

[10:32]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill geta þess að hann er ekki í aðstöðu til að lauma einu eða neinu á dagskrá en það sem hv. þingmaður nefnir hér er breyting á dagskrá dagsins í dag og á þá einvörðungu við þingfundinn í dag. Í sjálfu sér liggur ekki fyrir neitt um dagskrá næstu daga að öðru leyti en því að forseti hefur greint þingflokksformönnum frá því að hann hyggist leitast við að hafa atkvæðagreiðslur um fjárlög eftir 2. umr. á mánudag. Að öðru leyti liggur ekkert fyrir um dagskrá mánudags, þriðjudags eða annarra daga eftir það.