Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

greiðslumark sauðfjárbænda.

[15:36]
Horfa

matvælaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Bara fyrir þingið vil ég halda því til haga að þessi tillaga var reiknuð í mínu ráðuneyti og þá kom í ljós að með því að fallast á beiðnina myndi rúmlega helmingur bænda fá hærri greiðslur en helmingur bænda fá lægri greiðslur. Heildarumfangið er upp á rúmar 110 millj. kr. sem myndi flytjast milli bænda, en þetta eru 2,3% af heildarumfangi sauðfjársamningsins. Það er rétt að árétta að við þessa breytingu lækkar ekki stuðningurinn við sauðfjárrækt heldur færist, bara þannig að það sé sagt.

Hv. þingmaður spyr sérstaklega um framkvæmdanefnd búvörusamninga, sem er sannarlega sá samráðsvettvangur um framkvæmd búvörusamninga sem til er. En þó er rétt að árétta að í samningnum um starfsskilyrði sauðfjárræktar segir að heimilt sé að færa á milli liða samningsins, eins og hv. þingmaður nefnir, allt að 20% árlega af hverjum lið, þó öðrum en beingreiðslur út á greiðslumark. Það kemur þar fram.