Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[17:13]
Horfa

Daði Már Kristófersson (V):

Forseti. Á sama tíma og ég tek heils hugar undir það sem fram kom í máli hv. þm. Kristrúnar Frostadóttur, og svo sem fleiri, um nauðsyn þess að jafna byrðar á bökin í samfélaginu þannig að þær dreifist jafnar, treysti ég mér ekki til að styðja þessa tillögu. Ástæðan er sú að það hefur ítrekað verið bent á að þegar þetta kerfi var tekið upp á Íslandi á sínum tíma var hugmyndin sú að það væri einfalt og skattstofninn stór. Nú er það þannig að þessi skattur leggst jafnt á verðbótaþátt vaxtatekna sem og vaxtatekjurnar sjálfar, sem þýðir að í verðbólguástandi eins og núna getur þetta orðið meira en 100% skattur. Þarf að endurskoða þetta kerfi? Já. Er þetta góð leið til þess? Nei.