Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[17:27]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég hef nú litlu að bæta við það sem hv. þm. Eyjólfur Ármannsson, þingflokksbróðir minn, sagði hér á undan. Þetta er ekkert annað en eðlilegt og sanngjarnt. Við þörfnumst þessara fjármuna. Við erum alltaf að tala um að reyna að ná í peningana þar sem þeir eru fyrir. Við vitum að bankarnir eru algjörlega troðfullir af peningum og þeir eru vel aflögufærir. Við erum ekki að tala um einhvern hasar þegar verið að tala um 0,376%, bara engan veginn. Þetta er vel undir hálfu prósenti en gefur okkur sem þurfum á að halda heila 9 milljarða kr. Ég segi já.