Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[17:47]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Virðulegi forseti. Ég vil benda á þá staðreynd að stúdentar eiga nú þegar erfitt með að standa undir kostnaðinum sem fylgir því að stunda nám. Innritunargjald í framhaldsskóla og háskóla getur því talist vera íþyngjandi kostnaður fyrir ákveðinn en samt tiltölulega stóran hóp og þess vegna ætla ég að vera rauð á þessu. Við megum ekki gleyma því að fjárfesting í stúdentum er fjárfesting í framtíðinni og menntun á að vera sjálfsagður hlutur, ekki forréttindi.