Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[17:53]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Forseti. Frumvarpið eins og ríkisstjórnin lagði það fram hefði gengið að máltækniverkefninu dauðu vegna þess að einhverjum upp í ráðuneytum hafði dottið í hug að því væri bara lokið af því að einum fasa þess hefði lokið. Því fer nú aldeilis fjarri, virðulegur forseti. Þetta er verkefni sem er rétt að byrja og snýst ekki bara um að það sé hægt að breyta malinu í okkur sjálfkrafa í stafrænan texta, heldur um grundvallarréttindi ýmissa borgara þessa lands til að taka fullan þátt í samfélaginu. Blindrafélagið sendi t.d. neyðaróp til fjárlaganefndar, ákall um að bæta úr þessum ja, mann langar að segja mistökum í fjármálaráðuneytinu og við því hefur verið brugðist af fjárlaganefnd. En af hverju í ósköpunum gerist þetta? Hvernig dettur einhverjum uppi í ráðuneyti í hug að bara að ýta á stopp á verkefni sem skiptir fjöldann allan af fólki gríðarlega miklu máli, sem elur af sér nýsköpun og snýst um mannréttindi (Forseti hringir.) ofan á það?