Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[18:08]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Landhelgisgæslan skiptir okkur öll miklu máli sem þjóð, í öllum öryggismálum. En við í Flokki fólksins ætlum að sitja hjá því að það er nákvæmlega þarna sem ég er að tala um að veiðigjöldin eigi að geta séð um að fjármagna það sem við þurfum að gera í sambandi við landhelgina. Það er algjört lágmark að við fáum fjármuni inn í okkar sameiginlega sjóð til að fjármagna Landhelgisgæsluna, ekki síður en Hafró og Fiskistofu.