Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[20:59]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil bara taka undir með hv. þm. Andrési Inga Jónssyni. Við erum búin að sitja hér stillt og góð í fjóra klukkutíma í gegnum atkvæðagreiðslu um mjög flókið mál, í gegnum fjárlagafrumvarp þar á meðal, sem krefst mikillar orku og mikillar athygli, sem ég held að allir þingmenn hafi lagt af mörkum með mjög skilvirkum hætti. Það hefur komið fram að þingfundur á að standa til miðnættis. Er ekki eðlilegt að gefa þingmönnum pínulítið matarhlé? Við, fengum fimm mínútur til að fara og gúffa í okkur kjúklingi í hvelli áður en við héldum umræðu áfram. Við erum að fara að ræða frekari þingmál hér á eftir. Það er verið að taka hluti út af dagskrá sem gerir það að verkum að þingmenn þurfa að vera tilbúnir, þar á meðal sú er hér stendur. Ég biðla til forseta að gera nægilega langt hlé á þessum fundi til að fólk geti komið matarbita ofan í sig, þó ekki væri nema 15 til 20 mínútur, fimm mínútur er alla vega ekki nóg.