Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[21:02]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Við vorum á svo góðu róli hér áðan. Við vorum bara að fljúga í gegnum fjárlögin og mér sýndist við vera að fara að taka önnur mál fyrir í atkvæðagreiðslu en samkvæmt starfsáætlun eiga þinglok að eiga sér stað á föstudaginn. En ef við höldum áfram að taka mál af dagskrá og leggja önnur mál fyrir og gefum þingmönnum ekki neina kvöldmatarpásu þá veit ég ekki alveg hvort við náum að klára þetta í tæka tíð til að demba okkur í jólafrí þann 16. og klára mikilvæg mál sem eru hér á dagskrá. Ég þarf ekkert að tíunda hversu mikilvæg mál eru á dagskrá, t.d. almannatryggingamálin, sem við náum því miður ekki að taka fyrir.