Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[21:09]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar til að taka undir að það er allt í lagi að gefa fólki smá hlé. Það eru greinilega engin réttindi sem gilda fyrir þingmenn þegar þannig stendur á, sem venjulegt launafólk telur sjálfsögð og hefur barist fyrir. En svo eru það svör við fyrirspurnum. Það eru 28 dagar síðan ég sendi fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra um niðurstöður úttektar á meðferð vanskilalána og það eru 25 dagar síðan ég sendi fyrirspurn til forsætisráðherra um verðbólgu og peningamagn í umferð. Það er eitthvað sem ég myndi gjarnan vilja fá svar við sem fyrst vegna þess að hér er mikil verðbólga og einu aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa verið að styðja það að Seðlabankinn hækki vexti en það virðist lítið hafa verið gert með að takmarka peningamagn í umferð. Ég myndi gjarnan vilja fá svar við báðum þessum fyrirspurnum sem allra fyrst.