Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[21:10]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það er alveg eins víst og jólin koma og áramót og aðrir frídagar að við komum hérna upp og tölum um að það er erfitt að fá svar við fyrirspurnum á réttum tíma. Ég er með tvær útistandandi fyrirspurnir og það er svolítið furðulegt að við skulum þurfa að koma hér ár eftir ár og kvarta undan því að fá ekki svar við fyrirspurnum, oft mjög einföldum fyrirspurnum sem eiga ekki að flækjast fyrir ráðherrum að svara en einhverra hluta vegna virðast þeir vera búnir að venja sig á þann ósið að svara ekki á réttum tíma og í sumum tilfellum hafa þeir jafnvel gleymt að svara og svara ekki neitt yfir höfuð. Við vitum dæmi um það. Það væri gott ef forseti myndi minna ráðherra á að drífa í að svara fyrirspurnum þingmanna.